Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þolendum reynist oft erfitt að gróa eftir nauðgun eða annað kynferðisbrot því viðurkenningu skortir á brotinu. Unnur Brá vill auðvelda þessa viðurkenningu í kerfinu. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira