Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Tómataframleiðsla er mikil í Tyrklandi en hugsanlegar efnahagsaðgerðir Rússa gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá framleiðslu. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira