Kjaraviðræður enn strand þrátt fyrir tugi sáttafunda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 13:18 Starfssemi álversins stöðvast ef af verkfallinu verður. vísir/gva Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira