Eitt af þremur félögum hefur samþykkt Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Leiðtogar stéttarfélaganna á tröppum stjórnarráðsins í október. Fréttablaðið/GVA Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum. Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sjúkraliðar hafa samþykkt kjarasamning ríkisins sem skrifað var undir í lok síðasta mánaðar við þrjú stærstu aðildarfélög BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ), Landssamband lögreglumanna (LL) og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Þegar skrifað var undir samninginn höfðu verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ staðið frá miðjum október. Í atkvæðagreiðslunni, sem lauk í gær eftir að hafa staðið frá 5. nóvember, samþykktu 96,3 prósent sjúkraliða samninginn. Nei sögðu 3,3 prósent. Þátttaka var 59,9 prósent, en 666 af 1.111 á kjörskrá greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir hjá bæði SFR og LL. Niðurstöðu er að vænta hjá SFR næstkomandi mánudag og á miðvikudag hjá lögreglumönnum. Í samantekt á vef BSRB í gær kemur fram að enn eigi fjölmörg aðildarfélög bandalagsins eftir að klára nýja kjarasamninga. „Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa undanfarnar vikur setið á fundum með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en ekki hefur verið lokið við gerð samninga. Þá hafa samninganefndir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar átt reglulega fundi undanfarið með fulltrúum borgarinnar,“ segir þar og tekið fram að áfram verði fundað í þessari viku. „Stærstur hluti félagsmanna umræddra félaga fær laun sín frá sveitarfélögunum þannig að bæjarstarfsmennirnir eru stærsti hópurinn innan BSRB sem enn er með lausa samninga.“ Þá hafa nokkur félög lokið og samþykkt nýja kjarasamninga, svo sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Póstmannafélag Íslands og Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum fyrir starfsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða. Þá kemur fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi skrifað undir samning við Orkuveituna. „Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greidd um hann atkvæði.“ Þá eiga að liggja fyrir eftir rúma viku niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags starfsmanna Stjórnarráðsins, en frá honum var gengið síðasta föstudag. Í næstu viku á líka að liggja fyrir niðurstaða kjarasamnings samninganefndar samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið vegna starfsmanna hjá heilbrigðisstofnunum.
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira