Viðvörun úr fortíðinni: Pólitík haturs og lýðskrums Lars Christensen skrifar 11. nóvember 2015 09:30 Þegar ég sé það sem er sagt um nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, Jeremy Corbyn, er ég hræddur um að við vanmetum breytingarnar á vilja kjósenda í Evrópu. Sagt er að Corbyn muni valda því að Verkamannaflokkurinn falli saman innan frá. Það má vel vera, en spyrjið ykkur að því hvers vegna hann var kosinn til að byrja með. Og spyrjið ykkur síðan af hverju Donald Trump gangi svona vel í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, og að Syriza hafi stjórnað Grikklandi í hálft ár og muni líklega halda áfram að stjórna landinu um einhvern tíma. Það sem við sjáum er stjórnmál í stíl fjórða áratugarins. Þetta er pólitík fasista og kommúnista. Öfgarnar eru kannski miklu minni, en munið að svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þetta er hægfara ferli þar sem menn í nasistabúningum fara í jakkaföt – eins og Svíþjóðardemókratarnir gera í Svíþjóð. Eða klæðast enn einkennisbúningum eins og Jobbik í Ungverjalandi. Þetta endurspeglar þá staðreynd að við erum nú komin átta ár inn í efnahagskreppu – sem ég tel aðallega afleiðingu misheppnaðrar peningamálastefnu – eins og var tilfellið á fjórða áratugnum. Hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálamönnum mistókst að koma okkur út úr þessari kreppu. Reyndar gerðu þeir illt verra og þess vegna er fólk, sem annars hefði aldrei kosið Corbyn, Trump, Jobbik eða Syriza, nú reiðubúið að hlusta á þá. Og þar sem hefðbundin lýðræðisleg stjórnmál eru nú orðin veikari í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú menn með einræðistilburði, eins og Pútín, Erdogan, Orban og Assad, í auknum mæli farnir að stjórna umræðunni í Evrópu og heiminum. Við erum kannski á leið út úr kreppunni efnahagslega, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, en munið að það var líka tilfellið 1936. Bandaríkin höfðu gefið gullfótinn upp á bátinn eins og mörg Evrópuríki, en efnahagslegi viðsnúningurinn kom of seint til að breyta hinum pólitísku viðhorfum. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Og nú þegar andúð á innflytjendum eykst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum höfum við ástæðu til að óttast hið versta. Það er því miður margt líkt með Samdrættinum mikla og Kreppunni miklu. Það á einnig við um stjórnmál og alþjóðasamskipti þessara tíma: Lýðskrum, ofstæki, útlendingahatur, verndarstefna og stríð. Það sem við þurfum í staðinn er boðskapur vonar og bjartsýni. Það er kominn tími á gagnbyltingu gegn pólitík ótta og haturs. Það er kominn tími til að frjálslyndir vinstri- og hægrimenn tali opinskátt gegn þeim sem vilja loka landamærum fyrir vörum, fjármagni og fólki. Ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Donalds Trump og efnahagslegum hugarórum Jeremys Corbyn munum við tapa frelsi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Þegar ég sé það sem er sagt um nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, Jeremy Corbyn, er ég hræddur um að við vanmetum breytingarnar á vilja kjósenda í Evrópu. Sagt er að Corbyn muni valda því að Verkamannaflokkurinn falli saman innan frá. Það má vel vera, en spyrjið ykkur að því hvers vegna hann var kosinn til að byrja með. Og spyrjið ykkur síðan af hverju Donald Trump gangi svona vel í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, og að Syriza hafi stjórnað Grikklandi í hálft ár og muni líklega halda áfram að stjórna landinu um einhvern tíma. Það sem við sjáum er stjórnmál í stíl fjórða áratugarins. Þetta er pólitík fasista og kommúnista. Öfgarnar eru kannski miklu minni, en munið að svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þetta er hægfara ferli þar sem menn í nasistabúningum fara í jakkaföt – eins og Svíþjóðardemókratarnir gera í Svíþjóð. Eða klæðast enn einkennisbúningum eins og Jobbik í Ungverjalandi. Þetta endurspeglar þá staðreynd að við erum nú komin átta ár inn í efnahagskreppu – sem ég tel aðallega afleiðingu misheppnaðrar peningamálastefnu – eins og var tilfellið á fjórða áratugnum. Hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálamönnum mistókst að koma okkur út úr þessari kreppu. Reyndar gerðu þeir illt verra og þess vegna er fólk, sem annars hefði aldrei kosið Corbyn, Trump, Jobbik eða Syriza, nú reiðubúið að hlusta á þá. Og þar sem hefðbundin lýðræðisleg stjórnmál eru nú orðin veikari í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú menn með einræðistilburði, eins og Pútín, Erdogan, Orban og Assad, í auknum mæli farnir að stjórna umræðunni í Evrópu og heiminum. Við erum kannski á leið út úr kreppunni efnahagslega, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, en munið að það var líka tilfellið 1936. Bandaríkin höfðu gefið gullfótinn upp á bátinn eins og mörg Evrópuríki, en efnahagslegi viðsnúningurinn kom of seint til að breyta hinum pólitísku viðhorfum. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Og nú þegar andúð á innflytjendum eykst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum höfum við ástæðu til að óttast hið versta. Það er því miður margt líkt með Samdrættinum mikla og Kreppunni miklu. Það á einnig við um stjórnmál og alþjóðasamskipti þessara tíma: Lýðskrum, ofstæki, útlendingahatur, verndarstefna og stríð. Það sem við þurfum í staðinn er boðskapur vonar og bjartsýni. Það er kominn tími á gagnbyltingu gegn pólitík ótta og haturs. Það er kominn tími til að frjálslyndir vinstri- og hægrimenn tali opinskátt gegn þeim sem vilja loka landamærum fyrir vörum, fjármagni og fólki. Ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Donalds Trump og efnahagslegum hugarórum Jeremys Corbyn munum við tapa frelsi okkar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun