Vilja bjóða þrjú þúsund gönguleiðir innan þriggja ára Sæunn Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:15 Einar segir eitt stærsta markmiðið vera að ná til erlendra ferðamanna á landinu. Vísir/Stefán/GVA Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Sjá meira
Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Sjá meira