Vilja bjóða þrjú þúsund gönguleiðir innan þriggja ára Sæunn Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:15 Einar segir eitt stærsta markmiðið vera að ná til erlendra ferðamanna á landinu. Vísir/Stefán/GVA Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Wappið, göngu app með leiðarlýsingum um allt Ísland hefur slegið í gegn á Karolina Fund. Söfnunarmarkmiðið sem nam 15 þúsund evrum, eða 2,1 milljón króna, náðist á fimmtudaginn og nú hafa safnast 2,3 milljónir króna 38 tímum fyrir lok söfnunar. Appið var gefið út þann 5. Nóvember og hafa nú þegar tæplega tvö þúsund manns náð sér í appið. Stofnandi þess segir Karolina Fund einungis byrjunina. Markmiðið sé að erlendir ferðamenn nýti sér einnig appið og nokkur þúsund leiðir verði í boði. Einar Skúlason er maðurinn á bak við appið. Auk hans koma að því Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri, Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari og Helga Edwald, þýðandi. Einar hóf að þróa appið fyrir ári síðan. „Ég var búinn að vera í útgáfu, ég hef skrifað tvær bækur um gönguleiðir og mér fannst kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt, í annað form. Það var ekkert app með góðum kortagrunni á markaðnum hérna, þannig að ég fór bara út í það að leita leiða til að koma þessu á koppinn,“ segir Einar. Einar leggur mikið upp úr fróðleik og sögu og í hverri leiðarlýsingu er heilmikill fróðleikur um náttúrulífið og þjóðsögur.3000 leiðir á þremur árumAppið virkar bæði með og án gagnasambands og er hugsað þannig að notendur geti hlaðið niður gönguleiðum áður en það fer á slóðir sem eru án net sambands. Nú þegar eru komnar níu leiðir inn í appið. „Þær eru allar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einhverjar leiðir í bið, það þarf að skoða hverja einustu leið áður en hún er samþykkt. Svo koma 25 leiðir í viðbót sem eru á Karolina Fund. Ég ætla að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er, markmiðið er þrjú þúsund leiðir innan þriggja ára á öllu Íslandi,“ segir Einar. Fyrstu 25 leiðirnar eru allar ókeypis en svo munu notendur koma til með að greiða milli fimm hundruð og þúsund króna fyrir nýjar gönguleiðir.Stóra málið erlendir ferðamenn „Hérna innanlands var ég að vonast til að ná upp í svona þrjú þúsund notendur fyrir áramót. En svo er stóra málið í þessu erlendu ferðamennirnir, að komast inn á þann markað. Allar leiðalýsingarnar eru þess vegna á íslensku og ensku. En heimavöllurinn er einnig mjög mikilvægur. Þess vegna var mjög gott að komast í samstarf við Ferðafélag Íslands og Ungmennafélag Íslands. Við ætlum að vera í samstarfi við leiðarlýsingar að skrá þær niður,“ segir Einar.Einar Skúlason er mikill göngugarpur og stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur sem tæplega átta þúsund manns eru skráðir í á Facebook.Vísir/StefánFæddist upp úr gönguhóp„Þetta er allt tilkomið úr útivist. Ég stofnaði gönguhópinn Vesen og vergangur fyrir fjórum árum. Hann er á Facebook og þar eru skráðir rúmlega sjö þúsund meðlimir, en auðvitað eru ekki allir virkir. Það er vel sótt í ferðirnar sem eru ýmist léttar ferðir hér innan bæjar og svo stöku ferð þar sem þarf að nota ísaxir og brodda. Wappið hefði aldrei orðið til ef gönguhópurinn væri ekki og eru margir í hópnum búnir að styðja appið og deila því á samfélagsmiðlum,“ segir Einar.Samningur við neyðarlínunaWappið er komið í samstarf við neyðarlínuna. „Þetta lýsir sér þannig að ef maður samþykkir tenginguna sem notandi, þá fer sjálfvirk boðsending til neyðarlínunnar með staðsetningu þinni þegar þú leggur af stað í gönguleið og þegar þú klárar hana. Það er aldrei farið að kíkja á þessi gögn nema þér sé saknað. En þá er hægt að sjá hvaðan síðustu tilkynningarnar komu,“ segir Einar og bætir við að það hafi verið ótrúlega gott að ná samningi við neyðarlínuna. Aðal markmiðið með appinu er að höfða til Íslendinga sem eru útivistarfók en fer kannski oft sömu gönguleiðirnar og þannig hjálpa þeim að finna miklu fleiri staði og veita þeim fróðleik og sögu umhverfisins að sögn Einars. „Markmiðið er að dreifa fólki betur og búa til meira ævintýri úr ferðinni,“ segir Einar. Hann hefur skrifað undir samninga við ferðafélögin, Reykjanes Geopark og Akureyrarbæ um samstarf og fleiri samningar eru í bígerð. „Karolina Fund er bara algjör byrjun,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira