"Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki“ ingvar haraldsson skrifar 11. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast um að nýtt bankahrun sé í uppsiglingu. vísir/anton brink „Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
„Er 2007 að koma aftur? Nei, ég held ekki,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Már var þar að svara spurning Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar sem velti upp ótta margra við nýtt hrun. Ýmislegt í efnahagsmálunum svipi til ástandsins eins og það var á árunum fyrir hrun „Þá eru raktar þessar vísbendingar: Það eru stórar fjárfestingar í stóriðju og í ferðaþjónustu, vaxtamunaviðskipti og skattalækkanir. Það er launaskrið, vaxandi neysla, bara fréttir í dag um roksölu á bílum, og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði Guðmundur. Hagsveiflan líkari fyrri árum„Þegar maður tiltekur þessar vísbendingar allar að þá gæti maður mjög einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að við siglum hraðbyr í svipað ástand og 2007 og síðan einhverja svipaða atburðarás í kjölfarið,“ bætti þingmaðurinn við. Már taldi hagsveifluna nú svipa mun meira til fyrri áratuga, til að mynda árinu 1987. „Það er hægt að sjá viss líkindi en að sumu leyti en fyrir utan kannski, vaxtamunaviðskiptin, þá sé þetta miklu líkara gömlu hagsveiflunum.“ Már vísaði máli sínu til stuðnings til nýlegs rits Seðlabankans um fjármálakreppur á Íslandi frá árinu 1870. „Ég dreg þá niðurstöðu að því, að við erum annars vegar með svona hefðbundnar hagsveiflur og svo öðru hvoru erum við með miklar fjármálakreppur og það kemur í gegnum bankakerfið og tengist mikið alþjóðlegri fjármálaþróun og eitthvað fjármagnsinnstreymi og annað því um líkt.“Már taldi hagsveifluna fremur líkjast fyrri hagsveiflum á 20. öldinni en aðdraganda bankahrunsins 2008.vísir/vilhelmÖnnur staða en 2007Staðan nú væri ólík stöðunni 2007 vegna þeirra breytinga sem orðið hefðu á fjármálakerfi heimsins. „Það sem er öðru vísi núna er að alþjóðlega umhverfi er auðvitað allt, allt, annað heldur en var enda við nýbúin að ganga í gegnum fjármálakreppu á alþjóðamælikvarða. Það er verið að herða að fjármálakerfinu, það er verið að auka eiginfjárkröfu, lausafjárkröfu og svo framvegis. Íslenska bankakerfið væri einnig gjörbreytt. „Bankerfið okkar er allt, allt öðru vísi, það er ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi og það er það sem mun gera það að verkum að þetta verður allt öður vísi en 2007, og ég held að það sé rangt mat að þó að vaxtamunaviðskiptin hafi spilað rullu í 2007 ferlinu og gert hlutina erfiðari, að það hafi verið lykilatriðið. Það sem var lykilatriðið var starfsemi bankakerfisins og hvers eðlis þetta var.“ Már benti á að Nýsjálendingar hefðu einnig haft heilmikil vaxtamunaviðskipti án þess að fjármálakerfið í landinu hryndi. Hann taldi líklegast að næsta ár yrði kallað 2016 en ekki 2007 eða 1987 sem hefði sín efnahagslegu sérkenni. En aðalatriði er að við séum að vaka yfir áhættunni alveg allan tímann, bæði í efnahagslífinu og fjármálakerfinu. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira