Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Úrslitakvöldið fer fram 16. nóvember í Borgarleikhúsinu.
Nú hafa eftirfarandi skólar tryggt sér áfram á lokakvöldið: Seljaskóli, Háteigsskóli, Hagaskóli og Austurbæjarskóli.
Í kvöld er síðan lokaundanúrslitakvöldið þegar Árbæjarskóli, Fellaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Kelduskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli koma fram.