Lífið

Þessir skólar eru komnir áfram í Skrekk: Síðasta undan­úr­slita­kvöldið framundan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það hefur verið mikil stemning í Borgarleikhúsinu síðustu daga.
Það hefur verið mikil stemning í Borgarleikhúsinu síðustu daga. vísir/skrekkur
Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík en síðasta undanúrslitakvöldið fyrir lokakeppnina fer fram í kvöld í Borgarleikhúsinu.

Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar er að átta skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum og keppnin nær hámarki fjórða kvöldið þegar keppt er til úrslita. Úrslitakvöldið fer fram 16. nóvember í Borgarleikhúsinu.

Nú hafa eftirfarandi skólar tryggt sér áfram á lokakvöldið: Seljaskóli, Háteigsskóli, Hagaskóli og Austurbæjarskóli.

Í kvöld er síðan lokaundanúrslitakvöldið þegar Árbæjarskóli, Fellaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Kelduskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.