Bráðum verður hægt að klifra Everest í sýndarveruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 14:38 Sýndarveruleiki er gífurlega vinsæll meðal áhugamanna sem keppast um að prófa tækin á tæknisýningum víða um heim. Vísir/AFP Íslenska leikjafyrirtækið Sólfar Studios tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi, í samvinnu við RVX, fyrirtækið sem sá um tæknibrellur í kvimyndinni Everest, framleiða svokallaða sýndarveruleika útgáfu af Everest, hæsta tindi veraldar. Sólfar Studios hefur safnað háum fjárhæðum frá fjárfestingasjóðum til verksins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að markmiðið með sýndarveruleikaútgáfunni af Everest sé að færa upplifuna á því að klífa þennan hæsta tind jarðar heim í stofu, enda fæstir sem fái tækifæri á því að klífa fjallið sjálft.Sjá einnig: Stríðið um sýndarheima hefstHugmyndin er að sá sem spili leikinn er einföld. Menn byrja í grunnbúðum og fikra sig upp fjallið, allt í sýndarveruleika sem Sólfar hyggjast vinna í samvinnu við RVX, fyrirtækið sem sá um tæknibrellurnar í nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Samhliða var tilkynnt fyrirtækið hefði lokið fjármögnun frá hópi íslenskra, finnskra og kínverskra fjárfestingarsjóða: NSA, Shanda Group, Inventure og Reaktor Ventures. Í heildina safnaði fyrirtækið 285 milljónum króna sem nýta á í þróun Everest VR.Sjá einnig: Þurfti að búa til fallegt EverestfjallÞróun tölvuleikja sem nýta sér sýndarveruleika hefur færst í aukana að undanförnu. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP lagði til að mynda mikla áherslu á að kynna nýjasta sýndarveruleikaleik sinn, EVE:Valkyrie, á Eve Fanfest í vor.Stofnendur Sólfars eru Reynir Harðarson, Kjartan Pierre Emilsson og Þorsteinn Högni Gunnarsson en þeir hafa allir unnið í tölvuleikja og hugbúnaðargeiranum í liðlega 20 ár. Nú síðast hjá CCP þar sem þeir voru í stjórnendahóp til margra ára. Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Sólfar Studios tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi, í samvinnu við RVX, fyrirtækið sem sá um tæknibrellur í kvimyndinni Everest, framleiða svokallaða sýndarveruleika útgáfu af Everest, hæsta tindi veraldar. Sólfar Studios hefur safnað háum fjárhæðum frá fjárfestingasjóðum til verksins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að markmiðið með sýndarveruleikaútgáfunni af Everest sé að færa upplifuna á því að klífa þennan hæsta tind jarðar heim í stofu, enda fæstir sem fái tækifæri á því að klífa fjallið sjálft.Sjá einnig: Stríðið um sýndarheima hefstHugmyndin er að sá sem spili leikinn er einföld. Menn byrja í grunnbúðum og fikra sig upp fjallið, allt í sýndarveruleika sem Sólfar hyggjast vinna í samvinnu við RVX, fyrirtækið sem sá um tæknibrellurnar í nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Samhliða var tilkynnt fyrirtækið hefði lokið fjármögnun frá hópi íslenskra, finnskra og kínverskra fjárfestingarsjóða: NSA, Shanda Group, Inventure og Reaktor Ventures. Í heildina safnaði fyrirtækið 285 milljónum króna sem nýta á í þróun Everest VR.Sjá einnig: Þurfti að búa til fallegt EverestfjallÞróun tölvuleikja sem nýta sér sýndarveruleika hefur færst í aukana að undanförnu. Íslenski leikjaframleiðandinn CCP lagði til að mynda mikla áherslu á að kynna nýjasta sýndarveruleikaleik sinn, EVE:Valkyrie, á Eve Fanfest í vor.Stofnendur Sólfars eru Reynir Harðarson, Kjartan Pierre Emilsson og Þorsteinn Högni Gunnarsson en þeir hafa allir unnið í tölvuleikja og hugbúnaðargeiranum í liðlega 20 ár. Nú síðast hjá CCP þar sem þeir voru í stjórnendahóp til margra ára.
Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18
Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01