Slæmur rekstur eykur byrðar unga fólksins Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2015 15:45 Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun