Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Ingvar Haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Fleiri fréttir Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sjá meira