Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Ingvar Haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira