Tákn úr heimi íþrótta og leikja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 10:45 "Þetta eru nokkurs konar leikföng en þó má ekki hrófla við þeim,“ segir Kristín um prikin sem hún er með á leið niður í Núllið. Vísir/GVA „Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér finnst gaman að takast á við þetta rými og hentar það ágætlega. En það er vissulega ólíkt öðrum sýningarstöðum,“ segir Kristín Rúnarsdóttir myndlistarkona þar sem hún er að hefja uppsetningu sýningarinnar prik/strik/ í Nýlistasafninu í Bankastræti núll. Hún er einmitt með marglit prik undir hendinni, þau hefur hún unnið í vinnustofunni sinni og mun finna þeim stað og listræna merkingu í Núllinu. „Þetta eru nokkurs konar leikföng en samt má ekki leika sér með þau eða hrófla við þeim,“ segir hún kankvís. Kristín notar límbönd til að teikna á veggi, gólf og loft. Hún kveðst búin að skissa mynstrin upp að mestu en síðan laga þau að hurðaopum, innréttingum, loftlistum og öðrum hlutföllum og einkennum jarðhússins. „Í verkinu er mikið af beinum línum og réttum hornum og ég nota hallamál og reglustikur til að ná fram réttu formunum,“ segir hún. Kristín byggir myndmál sitt á máluðum línum í umhverfi okkar. „Ég skoða mikið merkingar í almannarýmum, svo sem á flugvöllum, akbrautum, íþróttavöllum og leikvöllum, þessar máluðu línur sem eru allt í kringum okkur og afmarka svæði fyrir hinar ýmsu greinar,“ útskýrir hún. „Þetta er verk sem fólk gengur inn í og verður að koma á staðinn til að sjá hvernig tekur sig út.“ Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun, föstudag, og stendur til sunnudagsins 6. desember. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Myndlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira