Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 80-75 | Seiglusigur Tindastóls Ísak Óli Traustason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 12. nóvember 2015 21:00 Svavar Atli Birgisson, stórskytta Stólanna. vísir/andri marinó Tindastóll kom sér aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla er liðið hafði betur gegn nýliðum Hattar í kvöld, 80-75. Gestirnir, sem eru enn stigalausir, byrjuðu betur en Tindastóll tók völdin í öðrum leikhluta. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en gestirnir voru þó aldrei langt undan. Höttur náði að minnka muninn í þrjú stig á lokamínútunni en heimamenn kláruðu leikinn af vítalínunni. Þetta var þriðji sigur Tindastóls á tímabilinu en liðið réði á dögunum nýjan þjálfara, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni. Það var hart barist í leiknum og voru það gestirnir sem að leiddu eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn komu grimmir inn í annan leikhluta og náðu fljótt forustu sem þeir héldu til leiksloka. Tindastóll leiddi, 42–30, í hálfleik og þetta leit allt miklu betur út hjá þeim. Hattarmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minka munin niður í sex stig í þriðja fjórðung en staðan eftir hann var 63–56. Gestirnir komu ákveðnir inn í síðasta fjórðung en heimamenn áttu þó alltaf svör við leik þeirra og þrátt fyrir að minnka muninn í þrjú stig þá sigldu heimamenn sigrinum í höfn á vítalínunni í lokin. Ekki sannfærandi sigur hjá Stólunum og áttu Hattarmenn mikinn þátt í því. Bestu leikmenn Hattar í kvöld voru þeir Mirko og Carberry en annars var baráttan í öllum leikmönnum liðsins til fyrirmyndar hér í kvöld. Hjá heimamönnum var Lewis góður og Helgi Rafn kom með mjög góða innkomu af bekknum. Góður sigur fyrir heimamenn en þeir eru núna með þrjá sigra og þrjú töp í Domino’s-deildinni en Hattarmenn eru enn án sigurs.Tindastóll-Höttur 80-75 (17-18, 25-12, 21-26, 17-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Darrell Flake 13, Jerome Hill 6/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Pálmi Geir Jónsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 11/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Hallmar Hallsson 1.Helgi: Þetta var ekki fallegt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Þetta var ekki fallegt en þetta var seiglusigur og við tökum þessi tvö stig. „Nú þurfum við að vinna í sóknarleiknum hjá okkur og spýta aðeins í lófana.” Aðspurður út í nýjan þjálfara liðsins, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni sagði Helgi: „Hann kemur örugglegga inn með eitthvað nýtt og við þurfum að vera klárir í að taka því á sunnudaginn þegar að hann kemur og verða klárir í næsta leik á fimmtudaginn.” Helgi er þekktur fyrir mikla baráttu inni á vellinum og var hann ánægður með hana hjá sínum mönnum. „Það er alltaf gott þegar að baráttan er til staðar, að halda þeim í 75 stigum er bara fínt en við hefðum mátt skora meira og hafa meira flæði í sóknarleik okkar.”Kári: Þetta var heppni að við náðum þessu Kári Marísson, sem að stýrði Tindastóli í kvöld, var að vonum ánægður með sigur. „Það er fyrst og fremst gott að ná sigri og auðvitað viljum við ekki gefa eftir heimavöllinn en þetta var heppni að við náðum þessu.” Kári var þó ekki ánægður með sóknarleik sinna manna. „Við náum ekki að hlaupa þessar sóknir sem að við erum með, við erum með fullt af góðum sóknum sem að við erum búinar að vera að hlaupa í tvö ár.” Hann bætti því svo við að honum fyndist sem að hans menn væru á réttri leið. Kári var ánægður með baráttuna í sínu liði en bætti því við að „við erum samt ótrúlega ryðgaðir í öllu sem að við erum að gera en baráttan var til staðar.”Viðar: Getum borið höfuðið hátt hérna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var súr þegar að blaðamaður náði tali á honum í leikslok en þó var hann ánægður með sína menn. „Við getum borið höfuðið hátt hérna.” Viðar var ánægður með leik sinna manna og bætti því við að „Tindastólsliðið er þrussterkt og þetta var bara jafn leikur í lokinn og ef að við hefðum verið snjallari þá hefðu við getað klárað þetta hérna.” „Ég var ánægður með okkar framistöðu hér í dag, við erum að taka fullt af skrefum í rétta átt.” Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði Viðar. „Það er jákvætt hvernig við vorum að hreyfa boltan í sókninni og opna okkur og komast á körfuna.” „Þeir áttu erfitt með að stoppa Tobin og voru mikið að tvídekka hann, hann átti flottan leik í dag.” Viðar var ánægður með baráttu sinna manna í kvöld. „Þú kemur ekkert á Sauðárkrók þar sem að Helgi Rafn leiðir sínar menn í slagsmálum og ætlar að gefa eitthvað eftir.” Viðari fannst sem að hans menn hefðu stigið upp í leiknum. „Við sýndum það að okkur er fúlasta alvara eftir ströggl í síðustu viku og það er margt jákvætt í leik okkar sem að við ætlum að byggja á og koma með í næsta leik,” bætti Viðar við í lokin.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Tindastóll kom sér aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla er liðið hafði betur gegn nýliðum Hattar í kvöld, 80-75. Gestirnir, sem eru enn stigalausir, byrjuðu betur en Tindastóll tók völdin í öðrum leikhluta. Heimamenn héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en gestirnir voru þó aldrei langt undan. Höttur náði að minnka muninn í þrjú stig á lokamínútunni en heimamenn kláruðu leikinn af vítalínunni. Þetta var þriðji sigur Tindastóls á tímabilinu en liðið réði á dögunum nýjan þjálfara, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni. Það var hart barist í leiknum og voru það gestirnir sem að leiddu eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn komu grimmir inn í annan leikhluta og náðu fljótt forustu sem þeir héldu til leiksloka. Tindastóll leiddi, 42–30, í hálfleik og þetta leit allt miklu betur út hjá þeim. Hattarmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minka munin niður í sex stig í þriðja fjórðung en staðan eftir hann var 63–56. Gestirnir komu ákveðnir inn í síðasta fjórðung en heimamenn áttu þó alltaf svör við leik þeirra og þrátt fyrir að minnka muninn í þrjú stig þá sigldu heimamenn sigrinum í höfn á vítalínunni í lokin. Ekki sannfærandi sigur hjá Stólunum og áttu Hattarmenn mikinn þátt í því. Bestu leikmenn Hattar í kvöld voru þeir Mirko og Carberry en annars var baráttan í öllum leikmönnum liðsins til fyrirmyndar hér í kvöld. Hjá heimamönnum var Lewis góður og Helgi Rafn kom með mjög góða innkomu af bekknum. Góður sigur fyrir heimamenn en þeir eru núna með þrjá sigra og þrjú töp í Domino’s-deildinni en Hattarmenn eru enn án sigurs.Tindastóll-Höttur 80-75 (17-18, 25-12, 21-26, 17-19)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, Darrell Flake 13, Jerome Hill 6/7 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Pálmi Geir Jónsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 3, Viðar Ágústsson 2.Höttur: Tobin Carberry 28/8 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 21/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 11/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Sigmar Hákonarson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Hallmar Hallsson 1.Helgi: Þetta var ekki fallegt Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna. „Þetta var ekki fallegt en þetta var seiglusigur og við tökum þessi tvö stig. „Nú þurfum við að vinna í sóknarleiknum hjá okkur og spýta aðeins í lófana.” Aðspurður út í nýjan þjálfara liðsins, Joe Costa, sem er væntanlegur til landsins á næstunni sagði Helgi: „Hann kemur örugglegga inn með eitthvað nýtt og við þurfum að vera klárir í að taka því á sunnudaginn þegar að hann kemur og verða klárir í næsta leik á fimmtudaginn.” Helgi er þekktur fyrir mikla baráttu inni á vellinum og var hann ánægður með hana hjá sínum mönnum. „Það er alltaf gott þegar að baráttan er til staðar, að halda þeim í 75 stigum er bara fínt en við hefðum mátt skora meira og hafa meira flæði í sóknarleik okkar.”Kári: Þetta var heppni að við náðum þessu Kári Marísson, sem að stýrði Tindastóli í kvöld, var að vonum ánægður með sigur. „Það er fyrst og fremst gott að ná sigri og auðvitað viljum við ekki gefa eftir heimavöllinn en þetta var heppni að við náðum þessu.” Kári var þó ekki ánægður með sóknarleik sinna manna. „Við náum ekki að hlaupa þessar sóknir sem að við erum með, við erum með fullt af góðum sóknum sem að við erum búinar að vera að hlaupa í tvö ár.” Hann bætti því svo við að honum fyndist sem að hans menn væru á réttri leið. Kári var ánægður með baráttuna í sínu liði en bætti því við að „við erum samt ótrúlega ryðgaðir í öllu sem að við erum að gera en baráttan var til staðar.”Viðar: Getum borið höfuðið hátt hérna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var súr þegar að blaðamaður náði tali á honum í leikslok en þó var hann ánægður með sína menn. „Við getum borið höfuðið hátt hérna.” Viðar var ánægður með leik sinna manna og bætti því við að „Tindastólsliðið er þrussterkt og þetta var bara jafn leikur í lokinn og ef að við hefðum verið snjallari þá hefðu við getað klárað þetta hérna.” „Ég var ánægður með okkar framistöðu hér í dag, við erum að taka fullt af skrefum í rétta átt.” Aðspurður út í jákvæðu punktana í leik sinna manna sagði Viðar. „Það er jákvætt hvernig við vorum að hreyfa boltan í sókninni og opna okkur og komast á körfuna.” „Þeir áttu erfitt með að stoppa Tobin og voru mikið að tvídekka hann, hann átti flottan leik í dag.” Viðar var ánægður með baráttu sinna manna í kvöld. „Þú kemur ekkert á Sauðárkrók þar sem að Helgi Rafn leiðir sínar menn í slagsmálum og ætlar að gefa eitthvað eftir.” Viðari fannst sem að hans menn hefðu stigið upp í leiknum. „Við sýndum það að okkur er fúlasta alvara eftir ströggl í síðustu viku og það er margt jákvætt í leik okkar sem að við ætlum að byggja á og koma með í næsta leik,” bætti Viðar við í lokin.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira