Bíómynd um bresku söngkonuna Amy Winehouse sé nú í undirbúningi. Verið er að skrifa handritið að myndinni sem verður leikstýrt af írska leikstjóranum Kirsten Sheridan.
Þá greina breskir fjölmiðlar frá því að sænska leikkonan Noomi Rapace, sem sló í gegn í hlutverki Lisbeth Salander, hafi verið orðuð við hlutverki Winehouse.
Fyrr á þessu ári var umdeild heimildarmynd um Winehouse frumsýnd en eins og kunnugt er lést söngkonan úr áfengiseitrun árið 2011, aðeins 27 ára gömul. Hún hafði þá um langt skeið barist við vímuefna-og áfengisfíkn.
Tónlist Winehouse naut mikilla vinsælda og var söngkonan mjög virt innan tónlistarbransans.
Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð
