Segir örla á reiði meðal háskólanema sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 12:29 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06