Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum Stefán Árni Pálsson í Hertz-hellinum skrifar 13. nóvember 2015 18:30 Sveinbjörn Claessen, hdl, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira