„Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 09:38 Merkel ávarpaði þýsku þjóðina frá Berlín. Vísir/ap Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49