Augu heimsbyggðarinnar beinast nú að Parísarborg þar sem að minnsta kosti 128 liggja í valnum eftir stærstu hryðjuverkaárás í Evrópu síðan árið 2004.
Allir helstu fjölmiðlar heims fylgjast grannt með gangi máli en margt er enn á huldu um árásina og heimildum ber ekki saman um hverjir standa að baki árásinni.
Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina
Frakklandsforseti sagði þó í ávarpi nú fyrir skömmu að „barbarískir ISIS-menn“ hefðu framið verknaðinn sem hefur vakið óhug, en jafnframt samstöðu, um allan heim.
Hér að ofan má sjá forsíður franskra fjölmiðla sem eru allar á einn veg. „Hryllingurinn“ eða „L‘Horreur“ er hugtak sem er mörgum þeirra tamt.
Horreur: Forsíður frönsku blaðanna

Tengdar fréttir

„Var skíthrædd á vellinum“
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg

Francois Hollande segir árásirnar hrylling
Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg.

Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn
Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn.

Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina
Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær.

„Frelsi er óttanum yfirsterkara“
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun.