Eru bankarnir of stórir? Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2015 14:46 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands mun kryfja málið á hádegisverðarfundinum. Vísir/ÞÞ Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn. Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn.
Alþingi Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira