Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 10:39 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk, í gærkvöldi og hefur atriðið vakið mikla athygli fyrir femínískan boðskap þess. Atriðið samanstendur af dansi og nokkurs konar rapp-ljóði um það hvernig er að vera ung stúlka í íslensku samfélagi. „Elsku stelpur, ekki fara ykkur að voða. Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum. Ekki krefjast þess að þið séuð virtar því þið eigið minna skilið. Haltu þig í þínu horni, málaðu þig meira, málaðu þig minna, málaðu þig minni,“ var meðal þeirra ádeilu sem kom fram í ádeilunni og þá var minnst á reglur um klæðaburð stúlkna í tengslum við Samfés. Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær ekki niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggins sem ná niður á ökkla. „Því leggir á fimmtán ára stelpum gefa of mikið í skyn,“ hrópuðu stúlkurnar. Hér má sjá atriðið úr útsendingu Skjás Eins en það var birt á Nútímanum.: Hagaskóli í Skrekk 2015 from Nútíminn on Vimeo.Texta atriðisins má lesa hér fyrir neðan en hann var birtur á vefritinu Knúzinu: Ég var tíu ára þegar ég var fyrst kölluð hóra Þá skildi ég ekki af hverju, núna skil ég Ég var fyrir, ég var stjórnsöm, fór yfir mörkin og reyndi að brjóta boxið, en ég var lítil og ég var stelpa. Elsku stelpur, ekki fara ykkur að voða. Ekki taka í burtu plássið sem er frátekið af strákum, því ef þú ert með typpi færðu einn fermeter í viðbót ekki krefjast þess að þið séuð virtar, þið eigið minna skilið. Klæddu þig eins og ég vil hafa þig haltu þig í þínu horni málaðu þig meira, málaðu þig minna málaðu þig minni Klæðaburðarviðmið Samfés: Númer eitt: Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggings. Vegna þess að leggir á fimmtán ára stelpum gefa of mikið í skyn. Númer tvö: Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum. Vegna þess að húðin á fimmtán ára stelpum gefur of mikið í skyn. Æstu þig, æstu þig, æstu þig Þú ert umkringd af óréttlæti og ættir helst að öskra. —LE DROP– Róaðu þig niður, ekki hafa svona hátt ertu ekki bara að byrja á túr? Passaðu þig! Þú hræðir strákana í burtu, þú talar allt of mikið. Hættu þessu, þú veist betur “þú hefur ekkert alltaf rétt fyrir þér” Vertu kurteis, ekki vera vandró ekki koma mér í óþægilega stöðu, ekki fokking blóta! Vertu skynsöm vertu dugleg, tíndu upp draslið sem aðrir skilja eftir, týndu þér. Gleymdu hvaða máli þú skiptir, láttu þig hverfa. Vertu sæt, vertu sexý, ekki fara samt yfir strikið. Þú veist hvað gerist ef þú sýnir aðeins of mikið. og í guðana bænum ekki senda honum ‘myndir’ Því þú, þín brjóst, þinn líkami og allt sem þú ert er skítugt og ljótt og bannað og ekki til að deila með öðrum og þú mátt ekki eiga það sjálf — LE 2nd DROP — Elsku feðraveldi, veistu, þegar þú segir mér að róa mig og halda bara kjafti, hveturu mig áfram til að öskra af öllu afli þú getur ekki stoppað það sem þú veist að er að koma þú skilur ekki erfiðið, þú ert ekki kona. Þið horfið upp á sviðið og sjáið ekki stráka og einhverjir hugsa “hvar er jafnréttið í þessu?” en við viljum vita hvar er jafnréttið í öllu? Hvar eru konur í heiminum yfir höfuð? Það eru konur hérna, á þessu sviði, núna, en sumir þurfa alltaf að skima eftir strákum Við höfum barist svo lengi fyrir ótal sjálfsögðum hlutum að baráttan í sjálfu sér er orðin sjálfsagður hlutur. En við biðjum ykkur stelpur, að halda alltaf áfram, að gleyma ekki skiltunum sem stóðu upp úr göngum að gleyma aldrei konunum sem hrópuðu í myrkri að gleyma síst öllum stelpunum sem voru dónar og tíkur og fyrir. Stelpur krefjast athygli ekki reyna að hunsa okkur. Stelpur krefjast tækifæra ekki reyna að hindra okkur Stelpur krefjast virðingar ekki reyna að stoppa okkur. Stelpur krefjumst jafnréttis látum ekkert stoppa okkur! Skrekkur Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk, í gærkvöldi og hefur atriðið vakið mikla athygli fyrir femínískan boðskap þess. Atriðið samanstendur af dansi og nokkurs konar rapp-ljóði um það hvernig er að vera ung stúlka í íslensku samfélagi. „Elsku stelpur, ekki fara ykkur að voða. Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum. Ekki krefjast þess að þið séuð virtar því þið eigið minna skilið. Haltu þig í þínu horni, málaðu þig meira, málaðu þig minna, málaðu þig minni,“ var meðal þeirra ádeilu sem kom fram í ádeilunni og þá var minnst á reglur um klæðaburð stúlkna í tengslum við Samfés. Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær ekki niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggins sem ná niður á ökkla. „Því leggir á fimmtán ára stelpum gefa of mikið í skyn,“ hrópuðu stúlkurnar. Hér má sjá atriðið úr útsendingu Skjás Eins en það var birt á Nútímanum.: Hagaskóli í Skrekk 2015 from Nútíminn on Vimeo.Texta atriðisins má lesa hér fyrir neðan en hann var birtur á vefritinu Knúzinu: Ég var tíu ára þegar ég var fyrst kölluð hóra Þá skildi ég ekki af hverju, núna skil ég Ég var fyrir, ég var stjórnsöm, fór yfir mörkin og reyndi að brjóta boxið, en ég var lítil og ég var stelpa. Elsku stelpur, ekki fara ykkur að voða. Ekki taka í burtu plássið sem er frátekið af strákum, því ef þú ert með typpi færðu einn fermeter í viðbót ekki krefjast þess að þið séuð virtar, þið eigið minna skilið. Klæddu þig eins og ég vil hafa þig haltu þig í þínu horni málaðu þig meira, málaðu þig minna málaðu þig minni Klæðaburðarviðmið Samfés: Númer eitt: Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggings. Vegna þess að leggir á fimmtán ára stelpum gefa of mikið í skyn. Númer tvö: Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum. Vegna þess að húðin á fimmtán ára stelpum gefur of mikið í skyn. Æstu þig, æstu þig, æstu þig Þú ert umkringd af óréttlæti og ættir helst að öskra. —LE DROP– Róaðu þig niður, ekki hafa svona hátt ertu ekki bara að byrja á túr? Passaðu þig! Þú hræðir strákana í burtu, þú talar allt of mikið. Hættu þessu, þú veist betur “þú hefur ekkert alltaf rétt fyrir þér” Vertu kurteis, ekki vera vandró ekki koma mér í óþægilega stöðu, ekki fokking blóta! Vertu skynsöm vertu dugleg, tíndu upp draslið sem aðrir skilja eftir, týndu þér. Gleymdu hvaða máli þú skiptir, láttu þig hverfa. Vertu sæt, vertu sexý, ekki fara samt yfir strikið. Þú veist hvað gerist ef þú sýnir aðeins of mikið. og í guðana bænum ekki senda honum ‘myndir’ Því þú, þín brjóst, þinn líkami og allt sem þú ert er skítugt og ljótt og bannað og ekki til að deila með öðrum og þú mátt ekki eiga það sjálf — LE 2nd DROP — Elsku feðraveldi, veistu, þegar þú segir mér að róa mig og halda bara kjafti, hveturu mig áfram til að öskra af öllu afli þú getur ekki stoppað það sem þú veist að er að koma þú skilur ekki erfiðið, þú ert ekki kona. Þið horfið upp á sviðið og sjáið ekki stráka og einhverjir hugsa “hvar er jafnréttið í þessu?” en við viljum vita hvar er jafnréttið í öllu? Hvar eru konur í heiminum yfir höfuð? Það eru konur hérna, á þessu sviði, núna, en sumir þurfa alltaf að skima eftir strákum Við höfum barist svo lengi fyrir ótal sjálfsögðum hlutum að baráttan í sjálfu sér er orðin sjálfsagður hlutur. En við biðjum ykkur stelpur, að halda alltaf áfram, að gleyma ekki skiltunum sem stóðu upp úr göngum að gleyma aldrei konunum sem hrópuðu í myrkri að gleyma síst öllum stelpunum sem voru dónar og tíkur og fyrir. Stelpur krefjast athygli ekki reyna að hunsa okkur. Stelpur krefjast tækifæra ekki reyna að hindra okkur Stelpur krefjast virðingar ekki reyna að stoppa okkur. Stelpur krefjumst jafnréttis látum ekkert stoppa okkur!
Skrekkur Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira