Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 15:28 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur! Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur!
Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39