Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 15:28 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur! Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur!
Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39