Samfés óskar Hagaskóla til hamingju en minnir á að klæðaburðarreglurnar eru ekki í gildi Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 15:28 Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík í ár. Vísir/Ernir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur! Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, minna á að klæðaburðarreglurnar sem var vísað til í siguratriði Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, er ekki lengur í gildi. Það var Hagaskóli sem bar sigur úr býtum í keppninni í gær með atriði sem hefur vakið mikla athygli í dag. Atriðið var samblanda af nokkurskonar rapp-ljóði og dansi sem var ádeila á stöðu stúlkna í dag. Sjáðu siguratriðið hér Þar var minnst á klæðaburðarreglur Samfés sem bönnuðu stúlkum að vera í stuttum pilsum nema að vera í sokkabuxum eða leggins eða fleygnum bolum eða skyrtum. Var markmiðið í þessum reglum að koma í veg fyrir að það sæist í bert hold og bentu þær sem stóðu að atriði Hagaskóla að það væri í raun fáránlegt að berir leggir eða húð fimmtán ára stúlkna ætti að geta gefið of mikið í skyn. Formaður Samfés, Andri Ómarsson, sendi fjölmiðlum tilkynningu þar sem var áréttað að þessar klæðaburðarreglur hafa verið felldar úr gildi. „Enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni,“ segir hann í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, óska Hagaskóla innilega til hamingju með sigurinn í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Keppnin sannar að unglingamenningin blómstrar og að raddir ungs fólks þurfa að heyrast í umræðunni í samfélaginu. Frábært atriði stúlknanna um jafnréttisbaráttu kvenna frá ýmsum hliðum er vel útfært og ýmislegt tekið fyrir, s.s. klæðaburðarreglur Samfés og viljum við nota tilefnið til að minna á að reglurnar eru ekki lengur í gildi.Reglurnar sem vísað er í atriðinu voru settar af 13-17 ára unglingum í ungmennaráði Samfés árið 2011 og voru fyrst og fremst gerðar til þess að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar um klæðaburð ungs fólks. Reglurnar sættu gagnrýni og í takt við umræðuna í samfélaginu og innan samtakanna var þeim breytt í klæðaburðaviðmið fyrir SamFestinginn 2015.Viðmiðin hafa nú verið felld úr gildi enda er unglingum vel treystandi til þess að dæma hvaða klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni. Fyrir viðburði Samfés í dag er mælt með því að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfa(n) sig en að foreldrar og starfsfólk haldi þessari umræðu á lofti. Til þess að koma í veg fyrir slys er þó mælt með að velja þægilega skó fyrir viðburði Samfés.Samfés fagnar umræðunni um janfréttismál og tekur heilshugar undir skilaboð sigurvegaranna úr Hagaskóla. Áfram stelpur!
Skrekkur Tengdar fréttir Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Sjáðu siguratriði Skrekks: "Ekki taka burtu plássið sem er frátekið af strákum“ Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. 17. nóvember 2015 10:39