Dönsum á mörkum hrolls og húmors Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Inga Huld og Rósa sýna sitt fyrsta dansverk í fullri lengd á sviði Tjarnarbíós í kvöld en eiga eftir að sýna það úti í Belgíu þar sem þær eru búsettar. Vísir/GVA „Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“ Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira