Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík skellti meisturunum Sveinn Ólafur Magnússon skrifar 19. nóvember 2015 22:00 Vísir/Vilhelm Keflvíkingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það er engin tilviljun að liðið er búið að vinna alla leiki sína í Dominos-deild karla í vetur. Þeir fengu sitt stærsta próf í kvöld er Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Keflavík svaraði öllum erfiðu spurningum og fékk A+ út úr prófinu. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflvíkinga og KR-inga í TM-höllinni í kvöld. Með sigri gátu heimamenn í Keflavík komið sér þægilega fyrir á toppnum. KR var hins vegar búið að sigra í sex leikjum í röð og voru á góðri siglingu fyrir leikinn í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en þó voru KR-ingar aldrei langt undan. Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Earl Brown, var öflugur í upphafi leiks og skoraði grimmt. Keflvíkingar spiluðu góða vörn og voru KR-ingar í vandræðum á báðum helmingum vallarins. Keflavík komst mest ellefu stigum yfir í 1. leikhluta en KR neitaði að gefast upp. Ægir Þór Steinarsson var duglegur að keyra hraðann upp þó án þess að Keflvíkingar ættu í vandræðum varnarlega. KR-ingar komu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og spiluðu mjög góða vörn. Sóknarleikur Kefvíkinga var vandræðalegur á köflum en að sama skapi var sóknarleikur KR-inga mun betri en í fyrsta leikhluta. Ægir Þór setti niður tvo mikilvæga þrista í röð og minnkaði muninn í þrjú stig. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskot í fyrri hálfleik en KR jafnaði undir lokin og var jafnt í hálfleik. Leikurinn var nánast eign KR í upphafi seinni hálfleiks en Keflvíkingar komust lítið áleiðis gegn vörn þeirra þó án þess að slíta sig alveg frá Keflvíkingum. KR-ingar voru fastir fyrir þó án þess að vera grófir og ýttu Keflvíkingum hreinlega út úr stöðum. KR náði þó ekki að nýta sér þetta sóknarlega en það var lítið flæði í sókn þeirra. Reggie Dupree hélt Keflavík inni í leiknum ásamt Earl Brown sem hafði ekki skorað stig allan annan leikhluta. Liðin skiptust á að skora og leikurinn í járnum en það var hraustlega tekist á í kvöld. KR leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Síðustu 10 mínúturnar voru æsispennandi. KR var skrefinu á undan en náðu aldrei almennilegu forskoti á Keflavík en þá var komið að leik Ágústar Orrasonar. Ágúst átti mikilvægar körfur í fjórða leikhluta og segja má að hann hafi lagt grunninn af sigrinum. Àður nefndur Ágúst setti niður tvo þrista í röð þegar flæðið í sóknarleik Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska. Einnig áttu þeir Magnús Þór Gunnarsson og Reggie Dupree mikilvægar körfur í lokin. KR-ingar fóru illa að ráði sínu í sókninni en þeir skoruðu aðeins eina körfu á síðustu fjórum mínútunum. Niðurstaðan seiglusigur hjá Keflavík sem eru taplausir. KR hafði tækifæri til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga á toppnum en mistókst það í kvöld.Sigurður: Tvö góð lið að spila „Þetta var flottur leikur, tvö góð lið að spila. Það er ekki mikið búið en KR-ingar er liðið sem allir vilja vinna þannig að þetta var skemmtilegt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði 25 stigum í leiknum og munar um minna. „Það komu margir leikmenn sem geta komið inn af bekknum og skilað sínu fyrir liðið. Við erum með fína breidd þannig að menn leggja sig fram hvort sem þeir sem byrja eða eru á bekknum. „Krókurinn er næstur og það verður annað próf hjá okkur. Tindastóll er með gott lið og eitt að betri liðunum í deildinni og það verður ekkert grín.”Ágúst: Átti loksins góðan leik „Það kom loksins að því að maður átti góðan leik. Ég er búinn að bíða eftir þessu. Okkur var spáð 8. sæti en við erum komnir með sjö sigra í sjö leikjum sem er mjög gott,” sagði Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, sem lagði grunnin að sigrinum með mikilvægum körfum í lokin. „Flottur liðsigur í kvöld hjá okkur. Ég nýtti tækifærið í kvöld og við stóðumst prófið. Næsta próf er Tindastóll og það verður erfitt en við ætlum að mæta tilbúnir það."Finnur: Maður fer sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim „Leikurinn fór ekki eins og ég planaði enda fer maður sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim. Keflavík spilaði betur en við og vann verðskuldað í kvöld,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „Það kom lítið framlag frá leikmönnum sem hafa verið að spila vel í undaförnum leikjum en svona er þetta stundum. Flæðið var lítið í okkar sóknarleik á of stórum köflum og það heldur of mörgum mönnum útúr þess hjá okkur. Við verðum að gera betur í sóknaleiknum.”Brynjar Þór: Langt síðan maður hefur tapað í Keflavík „Það er langt síðan maður hefur tapað í Keflavík. Það var skemmtileg stemning hér í kvöld og kannski stemning sem hefur ekki verið í mörg ár í Keflavík. Það hefði verið gaman að taka sigurinn en svona er boltinn stundum,” sagði Brynjar Þór Björrnsson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld á móti Keflavík. „Keflvíkingar spiluðu hörkuvel í kvöld. Það sem fór úrskeiðis var varnarleikurinn til að byrja með en síðan setur Ágúst Orrason tvo, þrjá þrista og gjörbreytir leiknum. Ágúst vann leikinn fyrir þá með þessum körfum.”Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Keflvíkingar sýndu og sönnuðu í kvöld að það er engin tilviljun að liðið er búið að vinna alla leiki sína í Dominos-deild karla í vetur. Þeir fengu sitt stærsta próf í kvöld er Íslandsmeistarar KR komu í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Keflavík svaraði öllum erfiðu spurningum og fékk A+ út úr prófinu. Mikil eftirvænting var fyrir leik Keflvíkinga og KR-inga í TM-höllinni í kvöld. Með sigri gátu heimamenn í Keflavík komið sér þægilega fyrir á toppnum. KR var hins vegar búið að sigra í sex leikjum í röð og voru á góðri siglingu fyrir leikinn í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en þó voru KR-ingar aldrei langt undan. Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Earl Brown, var öflugur í upphafi leiks og skoraði grimmt. Keflvíkingar spiluðu góða vörn og voru KR-ingar í vandræðum á báðum helmingum vallarins. Keflavík komst mest ellefu stigum yfir í 1. leikhluta en KR neitaði að gefast upp. Ægir Þór Steinarsson var duglegur að keyra hraðann upp þó án þess að Keflvíkingar ættu í vandræðum varnarlega. KR-ingar komu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og spiluðu mjög góða vörn. Sóknarleikur Kefvíkinga var vandræðalegur á köflum en að sama skapi var sóknarleikur KR-inga mun betri en í fyrsta leikhluta. Ægir Þór setti niður tvo mikilvæga þrista í röð og minnkaði muninn í þrjú stig. Keflvíkingar náðu mest ellefu stiga forskot í fyrri hálfleik en KR jafnaði undir lokin og var jafnt í hálfleik. Leikurinn var nánast eign KR í upphafi seinni hálfleiks en Keflvíkingar komust lítið áleiðis gegn vörn þeirra þó án þess að slíta sig alveg frá Keflvíkingum. KR-ingar voru fastir fyrir þó án þess að vera grófir og ýttu Keflvíkingum hreinlega út úr stöðum. KR náði þó ekki að nýta sér þetta sóknarlega en það var lítið flæði í sókn þeirra. Reggie Dupree hélt Keflavík inni í leiknum ásamt Earl Brown sem hafði ekki skorað stig allan annan leikhluta. Liðin skiptust á að skora og leikurinn í járnum en það var hraustlega tekist á í kvöld. KR leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Síðustu 10 mínúturnar voru æsispennandi. KR var skrefinu á undan en náðu aldrei almennilegu forskoti á Keflavík en þá var komið að leik Ágústar Orrasonar. Ágúst átti mikilvægar körfur í fjórða leikhluta og segja má að hann hafi lagt grunninn af sigrinum. Àður nefndur Ágúst setti niður tvo þrista í röð þegar flæðið í sóknarleik Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska. Einnig áttu þeir Magnús Þór Gunnarsson og Reggie Dupree mikilvægar körfur í lokin. KR-ingar fóru illa að ráði sínu í sókninni en þeir skoruðu aðeins eina körfu á síðustu fjórum mínútunum. Niðurstaðan seiglusigur hjá Keflavík sem eru taplausir. KR hafði tækifæri til þess að komast upp að hlið Keflvíkinga á toppnum en mistókst það í kvöld.Sigurður: Tvö góð lið að spila „Þetta var flottur leikur, tvö góð lið að spila. Það er ekki mikið búið en KR-ingar er liðið sem allir vilja vinna þannig að þetta var skemmtilegt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Bekkurinn hjá Keflavík skilaði 25 stigum í leiknum og munar um minna. „Það komu margir leikmenn sem geta komið inn af bekknum og skilað sínu fyrir liðið. Við erum með fína breidd þannig að menn leggja sig fram hvort sem þeir sem byrja eða eru á bekknum. „Krókurinn er næstur og það verður annað próf hjá okkur. Tindastóll er með gott lið og eitt að betri liðunum í deildinni og það verður ekkert grín.”Ágúst: Átti loksins góðan leik „Það kom loksins að því að maður átti góðan leik. Ég er búinn að bíða eftir þessu. Okkur var spáð 8. sæti en við erum komnir með sjö sigra í sjö leikjum sem er mjög gott,” sagði Ágúst Orrason, leikmaður Keflvíkinga, sem lagði grunnin að sigrinum með mikilvægum körfum í lokin. „Flottur liðsigur í kvöld hjá okkur. Ég nýtti tækifærið í kvöld og við stóðumst prófið. Næsta próf er Tindastóll og það verður erfitt en við ætlum að mæta tilbúnir það."Finnur: Maður fer sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim „Leikurinn fór ekki eins og ég planaði enda fer maður sjaldnast í leiki til þess að tapa þeim. Keflavík spilaði betur en við og vann verðskuldað í kvöld,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í leikslok. „Það kom lítið framlag frá leikmönnum sem hafa verið að spila vel í undaförnum leikjum en svona er þetta stundum. Flæðið var lítið í okkar sóknarleik á of stórum köflum og það heldur of mörgum mönnum útúr þess hjá okkur. Við verðum að gera betur í sóknaleiknum.”Brynjar Þór: Langt síðan maður hefur tapað í Keflavík „Það er langt síðan maður hefur tapað í Keflavík. Það var skemmtileg stemning hér í kvöld og kannski stemning sem hefur ekki verið í mörg ár í Keflavík. Það hefði verið gaman að taka sigurinn en svona er boltinn stundum,” sagði Brynjar Þór Björrnsson, fyrirliði KR, eftir tapið í kvöld á móti Keflavík. „Keflvíkingar spiluðu hörkuvel í kvöld. Það sem fór úrskeiðis var varnarleikurinn til að byrja með en síðan setur Ágúst Orrason tvo, þrjá þrista og gjörbreytir leiknum. Ágúst vann leikinn fyrir þá með þessum körfum.”Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira