Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:34 Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira