Nýjan Landspítala á 5 árum Ingimar Einarsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun