Nýr gjaldmiðill eða piss í skóinn? Árni Páll Árnason skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun