32 liða úrslitum Poweradebikars karla í fótbolta fóru fram um helgina og lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Njarðvík, KR og Haukar voru þrjú síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.
Fjögur Domino´s deildarlið féllu út úr 32 liða úrslitnum og öll á móti öðrum liðum í Domino´s deildinni en það voru ÍR, FSu, Tindastóll og Snæfell.
Átta Domino´s deildarlið verða því í pottinum þegar dregið verið í sextán liða úrslitin hjá KKÍ á morgun en þá verður einnig dregið í sextán liða úrslitin hjá konunum.
Liðin í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla:
Lið úr Domino´s deild karla: (8)
Þór Þorlákshöfn
Keflavík
Stjarnan
Grindavík
Höttur
Haukar
KR
Njarðvík
Lið úr 1. deild karla (6)
Hamar
Valur
Skallagrímur
Reynir Sandgerði
Breiðablik
Ármann
B-lið (2)
Njarðvík b
Haukar b
Þessi lið verða í pottinum á morgun

Tengdar fréttir

Lauflétt hjá Haukum í Hólminum
Haukar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta eftir öruggan 44 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 89-45.

Ungi og stóri Þórsarinn var KR-ingum erfiður | Úrslit kvöldsins í bikarnum
Njarðvík, KR og Haukar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld en bæði Haukar og KR unnu á útivelli.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 66-63 | Haukur hetja Njarðvíkur
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Tindastól, 66-63, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.