Grindavík mætir Stjörnunni í stórslag 16-liða úrslita Powerade-bikarkeppni karla en dregið var í hádeginu. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari en Grindavík hefur unnið þrjá leiki sína af fjórum í Domino's-deild karla í haust.
Höttur og Þór Þorlákshöfn mætast í hinum úrvalsdeildarslag umferðarinnar en nýliðarnir frá Egilsstöðum eru enn án sigurs í deildinni.
Toppliðin í Domino's-deild kvenna, Haukar, Grindavík og Snæfell, fengu öll leiki gegn liðum í 1. deild kvenna og þá er Valur í hópi þeirra liða sem sitja hjá í umferðinni.
Powerade-bikar kvenna:
Fjölnir - Haukar
Keflavík - Þór Akureyri
Snæfell - Breiðablik
KR - Skallagrímur
Grindavík - Njarðvík
Lið sem sitja hjá: Hamar, Valur og Stjarnan.
Powerade-bikar karla:
Höttur - Þór Þorl.
Hamar - Njarðvík
Haukar B - KR
Haukar - Ármann
Grindavík - Stjarnan
Reynir S. - Njarðvík B
Keflavík - Valur
Breiðablik - Skallagrímur
Leikirnir fara fram 5.-7. desember.

