Grindavík mætir Stjörnunni í stórslag 16-liða úrslita Powerade-bikarkeppni karla en dregið var í hádeginu. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari en Grindavík hefur unnið þrjá leiki sína af fjórum í Domino's-deild karla í haust.
Höttur og Þór Þorlákshöfn mætast í hinum úrvalsdeildarslag umferðarinnar en nýliðarnir frá Egilsstöðum eru enn án sigurs í deildinni.
Toppliðin í Domino's-deild kvenna, Haukar, Grindavík og Snæfell, fengu öll leiki gegn liðum í 1. deild kvenna og þá er Valur í hópi þeirra liða sem sitja hjá í umferðinni.
Powerade-bikar kvenna:
Fjölnir - Haukar
Keflavík - Þór Akureyri
Snæfell - Breiðablik
KR - Skallagrímur
Grindavík - Njarðvík
Lið sem sitja hjá: Hamar, Valur og Stjarnan.
Powerade-bikar karla:
Höttur - Þór Þorl.
Hamar - Njarðvík
Haukar B - KR
Haukar - Ármann
Grindavík - Stjarnan
Reynir S. - Njarðvík B
Keflavík - Valur
Breiðablik - Skallagrímur
Leikirnir fara fram 5.-7. desember.
Grindavík mætir Stjörnunni í bikarnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn