Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:13 Pablo Punyed Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Sjá meira
Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Sjá meira