Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ómyrkur í máli gagnvart aganefnd KKÍ eftir leikinn í kvöld og sagði það algjöra vanvirðingu við bæði lið að tilkynna að leikmaður hafi verið dæmdur í bann minna en sólarhringi fyrir leik.
Eric Wise var vísað úr húsi í síðasta leik Grindavíkur en það var ekki fyrr en í gærkvöldi sem að aganefnd KKÍ úrskurðaði hann í leikbann. Hann var því ekki með í kvöld og Grindavík steinlá fyrir Stjörnunni í Garðabæ, 87-64.
Hann segir að það sé enginn vafi á því að fjarvera Wise hafði mikil áhrif. „Ekki síst eftir skituna hjá aganefnd sem var með allt lóðrétt niður sig fyrir þennan leik. Ég fæ úrskurð þess efnis að hann sé í banni klukkan fimm mínútur yfir sjö í gærkvöldi. Það hafði mikil áhrif á allan undirbúning.“
„Það er kannski engin afsökun en við söknuðum hans. Það er klárt mál.“
Hann segir ljóst að aganefnd þurfi að breyta vinnulagi sínu. „Það er alveg ljóst. Þetta er fáránlegt. Þetta riðlar undirbúningi beggja liða og gerir lítið úr því sem bæði lið eru að leggja á sig.“
Nánari umfjöllun um leikinn og viðtalið allt má lesa hér fyrir neðan.
Jóhann: Skita hjá aganefnd

Tengdar fréttir

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 87-64 | Arfaslakir Kanalausir Grindvíkingar steinlágu
Stjarnan er komin aftur á beinu brautina í Domino's-deildinni eftir öruggan sigur á slöku liði Grindavíkur.