Guðrún frá Lundi, Dísa ljósálfur og pönk á Patró Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 09:13 Hópurinn sem stendur að ráðstefnunni. Steinunn Inga er númer tvö frá hægri í fremstu röð. „Við viljum fá áheyrendur til að bráðna fyrir stuttum og snjöllum erindum okkar um margvísleg málefni,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir glaðlega. Hún er ein þeirra tuttugu og tveggja meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem halda málþingi í dag milli klukkan 13 og 17 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, nánar tiltekið í salnum Bratta. Þau kalla það Menningarbræðing. „Hver og einn heldur fimm mínútna erindi um sitt nördalega sérsvið,“ lýsir Steinunn Inga og nefnir sem dæmi matjurtaræktun í Reykjavík fyrr og nú, óperu um Dísu ljósálf, pönk á Patró, skreytingu Baltasars í Flateyjarkirkju, ólöglegt niðurhal, eskimóa í ólgusjó, bókasöfn Lundúnaborgar og Guðrúnu frá Lundi. En hvað valdi Steinunn sjálf sem umræðuefni? „Ég ætla að segja frá Magnúsi Stephensen konferensráði og sjóferð hans til Kaupmannahafnar haustið 1825. Ég skrifaði meistararitgerð um ferðasögur Íslendinga frá upphafi til 1835 og Magnús er svo skemmtileg týpa, því það eru á honum svo margar hliðar. Hann gat verið mikið merkikerti og snobbhæna en svo gat hann verið mildur og mjúkur líka. Magnús kemur við sögu í nýju bókinni hans Einars Más, Hundadögum, þannig að ég vitna í heimildir frá upphafi ferðar til ársins 2015.“ Steinunn Inga segir það lið í náminu að nemendur haldi svona ráðstefnu einu sinni á vetri, og leggi þar hver og einn sitt af mörkum. „Maður þarf að kjarna sig til að koma efni frá sér á skilmerkilegan en fjörlegan hátt á fimm mínútum,“ segir hún og kveðst afar ánægð í hagnýtri menningarmiðlun. „Þar er glímt fræðilega við menningararfinn og menningarpólitíkin er krufin. Svo er hópurinn frábær og kennararnir líka og búið að vera brjálað að gera það sem af er vetri,“ segir hún. En býst hún við að það verði jafn brjálað að gera þegar náminu lýkur? „Það vona ég en veltur kannski svolítið á manni sjálfum. Mikið er orðið um sjónræna miðlun og við tökum námskeið í að búa til stuttmyndir, heimildarmyndir og vefi. Það er heilmikil kúnst að koma menningunni út til fólks og gera hana aðgengilega.“ Steinunn segir alla velkomna að líta inn í Bratta í dag hvenær sem er að hlusta á valin erindi, fá sér kaffibolla og kleinu og tekur fram að ókeypis sé inn. Dagskrána má sjá hér. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við viljum fá áheyrendur til að bráðna fyrir stuttum og snjöllum erindum okkar um margvísleg málefni,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir glaðlega. Hún er ein þeirra tuttugu og tveggja meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem halda málþingi í dag milli klukkan 13 og 17 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, nánar tiltekið í salnum Bratta. Þau kalla það Menningarbræðing. „Hver og einn heldur fimm mínútna erindi um sitt nördalega sérsvið,“ lýsir Steinunn Inga og nefnir sem dæmi matjurtaræktun í Reykjavík fyrr og nú, óperu um Dísu ljósálf, pönk á Patró, skreytingu Baltasars í Flateyjarkirkju, ólöglegt niðurhal, eskimóa í ólgusjó, bókasöfn Lundúnaborgar og Guðrúnu frá Lundi. En hvað valdi Steinunn sjálf sem umræðuefni? „Ég ætla að segja frá Magnúsi Stephensen konferensráði og sjóferð hans til Kaupmannahafnar haustið 1825. Ég skrifaði meistararitgerð um ferðasögur Íslendinga frá upphafi til 1835 og Magnús er svo skemmtileg týpa, því það eru á honum svo margar hliðar. Hann gat verið mikið merkikerti og snobbhæna en svo gat hann verið mildur og mjúkur líka. Magnús kemur við sögu í nýju bókinni hans Einars Más, Hundadögum, þannig að ég vitna í heimildir frá upphafi ferðar til ársins 2015.“ Steinunn Inga segir það lið í náminu að nemendur haldi svona ráðstefnu einu sinni á vetri, og leggi þar hver og einn sitt af mörkum. „Maður þarf að kjarna sig til að koma efni frá sér á skilmerkilegan en fjörlegan hátt á fimm mínútum,“ segir hún og kveðst afar ánægð í hagnýtri menningarmiðlun. „Þar er glímt fræðilega við menningararfinn og menningarpólitíkin er krufin. Svo er hópurinn frábær og kennararnir líka og búið að vera brjálað að gera það sem af er vetri,“ segir hún. En býst hún við að það verði jafn brjálað að gera þegar náminu lýkur? „Það vona ég en veltur kannski svolítið á manni sjálfum. Mikið er orðið um sjónræna miðlun og við tökum námskeið í að búa til stuttmyndir, heimildarmyndir og vefi. Það er heilmikil kúnst að koma menningunni út til fólks og gera hana aðgengilega.“ Steinunn segir alla velkomna að líta inn í Bratta í dag hvenær sem er að hlusta á valin erindi, fá sér kaffibolla og kleinu og tekur fram að ókeypis sé inn. Dagskrána má sjá hér.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira