Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 17:45 Aron gefur hér skipanir. Vísir/getty Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti