Komnir með samning hjá svartmetal-risa Guðrún Ansnes skrifar 9. nóvember 2015 09:00 Sveitin ætlar sér ekkert minna en heimsfrægð og er sannarlega skrefinu nær með slíkan bakhjarl sem franski útgefandinn er. Mynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr. Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr.
Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira