Tugir drukknuðu er flóttamannabátar sukku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2015 11:25 Björgunaraðgerðir voru umfangsmiklar en hundruð var bjargað. Vísir/Getty Að minnsta kosti 22 létust í Eyjahafi þegar tveir bátar sukku á miðnætti í gær. Alls hafa 50 manns látist á svæðinu á undanförnum dögum. Annar báturinn sökk nærri grísku eyjunni Kalymnos í Eyjahafi. Fjögur strandgæsluskip, þyrla og þrír aðrir bátar tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Alls var 138 bjargað þegar báturinn sökk en 19 drukknuðu. Báturinn var gerður úr tré og sökk eftir að hann fékk á sig brotsjó. Skömmu áður drukknuðu þrír nærri eyjunni Ródos þegar annar bátur sökk. Sex var bjargað en þriggja er enn saknað. Alls hafa um 50 manns látist á svæðinu undanfarna daga en á miðvikudaginn sökk bátur nærri eyjunni Lesbos. Grísk yfirvöld hafa hækkað tölu látinna í 16 en sögðu að 274 hefði verið bjargað. Gríska eyjan Lesbos hefur borið hitann og þungan af straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið til Grikklands frá átakasvæðum í mið-Austurlöndum. Alls hafa 300.000 flóttamenn komið til eyjunnar á árinu, þar af þriðjungur eingöngu í október. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 38 saknað eftir að bát hvolfdi í Eyjahafi Í gær létust minnst ellefu flóttamenn, þar af fimm börn, í fimm mismunandi slysum í austanverðu Eyjahafi. 29. október 2015 11:10 Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22 Sjómenn björguðu ungum dreng úr sjónum - Myndband Fjölmargir hafa drukknað við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafinu á milli Tyrklands og Grikklands. 26. október 2015 08:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Að minnsta kosti 22 létust í Eyjahafi þegar tveir bátar sukku á miðnætti í gær. Alls hafa 50 manns látist á svæðinu á undanförnum dögum. Annar báturinn sökk nærri grísku eyjunni Kalymnos í Eyjahafi. Fjögur strandgæsluskip, þyrla og þrír aðrir bátar tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Alls var 138 bjargað þegar báturinn sökk en 19 drukknuðu. Báturinn var gerður úr tré og sökk eftir að hann fékk á sig brotsjó. Skömmu áður drukknuðu þrír nærri eyjunni Ródos þegar annar bátur sökk. Sex var bjargað en þriggja er enn saknað. Alls hafa um 50 manns látist á svæðinu undanfarna daga en á miðvikudaginn sökk bátur nærri eyjunni Lesbos. Grísk yfirvöld hafa hækkað tölu látinna í 16 en sögðu að 274 hefði verið bjargað. Gríska eyjan Lesbos hefur borið hitann og þungan af straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið til Grikklands frá átakasvæðum í mið-Austurlöndum. Alls hafa 300.000 flóttamenn komið til eyjunnar á árinu, þar af þriðjungur eingöngu í október.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 38 saknað eftir að bát hvolfdi í Eyjahafi Í gær létust minnst ellefu flóttamenn, þar af fimm börn, í fimm mismunandi slysum í austanverðu Eyjahafi. 29. október 2015 11:10 Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22 Sjómenn björguðu ungum dreng úr sjónum - Myndband Fjölmargir hafa drukknað við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafinu á milli Tyrklands og Grikklands. 26. október 2015 08:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
38 saknað eftir að bát hvolfdi í Eyjahafi Í gær létust minnst ellefu flóttamenn, þar af fimm börn, í fimm mismunandi slysum í austanverðu Eyjahafi. 29. október 2015 11:10
Á þriðja hundrað bjargað úr sjónum við Lesbos Drekkhlaðinn trébátur hvolfdi undan ströndum grísku eyjunnar í kvöld en hinir 85 þúsund íbúar hennar hafa tekið á móti um hálfri milljón flóttamanna það sem af er ári. 28. október 2015 22:22
Sjómenn björguðu ungum dreng úr sjónum - Myndband Fjölmargir hafa drukknað við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafinu á milli Tyrklands og Grikklands. 26. október 2015 08:45