Chris Anderson, leikmaður FSu í Dominos-deild karla, sýndi mögnuð tilþrif í leiknum gegn Þór í gær.
Hann bauð meðal annars upp á tvær magnaður troðslur sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þess utan skoraði Anderson 36 stig í leiknum og tók 8 fráköst. Það dugði þó ekki til þar sem Þór vann leikinn, 75-94. FSu er því enn án stiga í deildinni en nýliðarnir hafa ekki fundið sína fjöl í upphafi vetrar.
Í kvöld verður síðan körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport þar sem leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni klukkan 19.15. Körfuboltakvöld hefst svo strax í kjölfarið eða klukkan 21.15. Klukkan 23.00 er svo komið að leik Cleveland og Miami í NBA-deildinni.
