Komið og fáið Bolamynd með mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2015 22:30 Federer er hér klár í eina Bolamynd með boltakrökkum á móti í Dúbaí. vísir/getty Það eru engir stjörnustælar í Roger Federer og hann hugsar vel um aðdáendur sína. Hann hefur nú hvatt krakkana sem munu starfa á opna ástralska mótinu í upphafi næsta árs til þess að koma til hans og fá mynd af sér með honum. Svokallaða Bolamynd. Boltakrakkarnir á mótinu mega ekki trufla stjörnurnar sem keppa en Federer er með aðrar reglur. Hann hefur sent 380 sjálfboðaliðum mótsins myndband þar sem hann hvetur þau til þess að koma og fá Bolamynd með sér. „Ég var einu sinni einn af þessum boltakrökkum. Þá fannst mér frábært að elta stjörnurnar uppi og fá eiginhandaráritanir og myndir," sagði svissneska stjarnan. „Þó svo reglurnar banni þetta þá mega krakkarnir koma og tala við mig." Framkvæmdastjóri mótsins, Craig Tiley, er ekki alveg viss um að þetta verði eins auðvelt fyrir Federer og hann heldur. „Þetta er flott framlag hjá honum og segir mikið til um hversu mikill toppmaður hann er. En með um 380 krakka í vinnu hjá okkur þá gæti þetta verið aðeins of metnaðarfull tilraun hjá honum." Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Birkir Bjarnason, var greinilega með þessar reglur Federer á hreinu á dögunum er hann fékk þessa fínu Bolamynd með tennisstjörnunni. Frábært að fá að hitta þennan eðal náunga eftir mikilvægan sigur í kvöld A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Oct 25, 2015 at 11:40am PDT Tennis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Það eru engir stjörnustælar í Roger Federer og hann hugsar vel um aðdáendur sína. Hann hefur nú hvatt krakkana sem munu starfa á opna ástralska mótinu í upphafi næsta árs til þess að koma til hans og fá mynd af sér með honum. Svokallaða Bolamynd. Boltakrakkarnir á mótinu mega ekki trufla stjörnurnar sem keppa en Federer er með aðrar reglur. Hann hefur sent 380 sjálfboðaliðum mótsins myndband þar sem hann hvetur þau til þess að koma og fá Bolamynd með sér. „Ég var einu sinni einn af þessum boltakrökkum. Þá fannst mér frábært að elta stjörnurnar uppi og fá eiginhandaráritanir og myndir," sagði svissneska stjarnan. „Þó svo reglurnar banni þetta þá mega krakkarnir koma og tala við mig." Framkvæmdastjóri mótsins, Craig Tiley, er ekki alveg viss um að þetta verði eins auðvelt fyrir Federer og hann heldur. „Þetta er flott framlag hjá honum og segir mikið til um hversu mikill toppmaður hann er. En með um 380 krakka í vinnu hjá okkur þá gæti þetta verið aðeins of metnaðarfull tilraun hjá honum." Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Birkir Bjarnason, var greinilega með þessar reglur Federer á hreinu á dögunum er hann fékk þessa fínu Bolamynd með tennisstjörnunni. Frábært að fá að hitta þennan eðal náunga eftir mikilvægan sigur í kvöld A photo posted by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on Oct 25, 2015 at 11:40am PDT
Tennis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira