ÍR-ingar sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir hafna því að hafa rætt við Björn Kristjánsson, bakvörð Íslandsmeistara KR, eins og Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, hélt fram í samtali við Vísi í gær.
„Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ sagði Böðvar við Vísi í gær.
Bæði ÍR og Njarðvík hafa hafnað ásökunum Böðvars en Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, þvertók fyrir þetta í símaviðtali í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær.
„Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson en viðtalið í heild sinni má heyra með því að smella hér.
Tilkynning frá ÍR:
Í tilefni af frétt sem birtist á Vísi.is í gær, 30. október 2015, vill körfuknattleiksdeild ÍR koma því á framfæri að félagið falaðist ekki eftir starfskröftum umrædds leikmanns í síðustu viku líkt og haldið er fram í fréttinni.
F.h. körfuknattleiksdeildar ÍR,
Elvar Guðmundssonar formaður
ÍR-ingar segjast ekki hafa rætt við Björn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

