Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Snærós Sindradóttir skrifar 20. október 2015 09:00 Jouli og Jana, dætur Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, bjuggu á götunni í Grikklandi áður en þær komu hingað til lands fyrir þremur mánuðum. Þeim var synjað um efnislega meðferð á máli sínu á föstudag. vísir/Stöð 2 Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“ Flóttamenn Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“
Flóttamenn Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira