Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Snærós Sindradóttir skrifar 20. október 2015 09:00 Jouli og Jana, dætur Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, bjuggu á götunni í Grikklandi áður en þær komu hingað til lands fyrir þremur mánuðum. Þeim var synjað um efnislega meðferð á máli sínu á föstudag. vísir/Stöð 2 Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“ Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“
Flóttamenn Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði