Keflvíkingar unnu frábæran sigur á Haukum í tvíframlengdum leik í Dominos-deild karla í gær.
Keflvíkingar hafa lengi þótt harðir í horn að taka en það hefur þó minna farið fyrir því á síðustu árum.
Hasarinn í þeim í gær minnti þó á gamla tíma. Þar fór fremstur í flokki Guðmundur Jónsson sem er reyndar Njarðvíkingur.
Strákarnir í Körfuboltakvöldi gerðu leikinn skemmtilega upp í gær og má sjá innslagið hér að ofan.
