Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Verkfallsverðir SFR hafa verið víða á ferðinni hjá stofnunum ríkisins að undanförnu. vísir/pjetur Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31
Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent