Rúnar Páll: Hefðum átt að fá sterkari leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 12:00 Rúnar Páll var sáttur með hópinn en hefði viljað fá fleiri sterkari leikmenn. vísir/ernir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að Stjörnuliðið gerði ekki nógu vel á leikmannamarkaðnum síðasta vetur. Stjarnan, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni í fyrra, átti afar dapurt tímabil í ár þó því hafi verið reddað fyrir horn með góðum endaspretti. Stjörnumenn voru aldrei í titilbaráttu og nær fallinu lengi vel áður en þeir tóku á sprett í haust og enduðu í fjórða sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir voru gagnrýndir í sumar fyrir að styrkja liðið ekki nógu mikið og Rúnar Páll tók undir þá gagnrýni í viðtali í Akraborginni.Halldór Orri Björnsson átti ekki sitt besta tímabil með Stjörnunni.vísir/andri marinóHalldór Orri ekki góður „Við vorum með mjög fínt lið, ég ætla ekki að neita því. Við reiknuðum kannski með að fá meira úr þessum lykilmönnum sem við fengum til okkar,“ segir Rúnar Páll. Stjarnan fékk til sín Brynjar Gauta Guðjónsson til að leysa af Martin Rauschenberg, Jeppe Hansen til að fylla í skarð Rolfs Tofts og þá kom Halldór Orri Björnsson aftur heim eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku. „Præst var að koma úr erfiðum meiðslum og Jóhann Laxdal líka. Halldór Orri átti ekki sitt besta tímabil og það eru kannski margar ástæður fyrir því,“ segir Rúnar Páll, en Brynjar Gauti fékk líklega í heildina mestu gagnrýnina. „Brynjar Gauti fannst mér standa sig vel heilt yfir og var alltaf vaxandi. Ég hef trú á því að hann verði miklu betri á næsta tímabili. Hann og Daníel Laxdal spiluðu svo sem ágætlega saman í sumar þrátt fyrir að fá á sig klaufaleg mörk eins og öll önnur lið gera.“Rúnar telur að Brynjar Gauti verði betri á næsta ári.vísir/andri marinóGera eins og FH Rúnar Páll segir að Stjörnumenn hefðu átt að gera eins og FH er duglegt að gera og fá sér tvo til þrjá lykilmenn sem skipta sköpum fyrir hópinn. „Leikmannahópurinn sem slíkur var ágætur, en síðan má alltaf deila um það hvort við hefðum átt að kaupa okkur tvo til þrjá lykilmenn eins og FH-ingarnir hafa veri flinkir að gera þegar þeir vinna,“ segir Rúnar. „Þetta er eitthvað sem við lærum af; bæði þjálfarar og stjórn félagsins. Það hefði verið klókt að kaupa sterkari leikmenn. Eftir á að hyggja hefðum við átt að styrkja þetta meira, en við fylltum upp í skörðin sem vantaði.“ „Hefðum við átt að bæta meira við? Já. Það hefði ekki verið vitlaust,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira