Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. október 2015 19:11 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31