Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. október 2015 19:11 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31