Innlent

Sigrún friðar hafnargarðinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra í friðlýsingardeilunni.
Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra í friðlýsingardeilunni. vísir/stefán
Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hefur fallist á tillögu Minjastofnunar frá 24. september síðastliðnum um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Forsætisráðuneytið mun á næstunni kalla saman hagsmunaaðila málsins til að kanna hvort ásættanleg lausn finnst í málinu, sem tryggir vernd þessara merku menningarminja en stuðlar jafnframt að því að byggingaráform á lóðinni nái fram að ganga í einhverri mynd.

Áður hafði borgarlögmaður gert athugasemd við það að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi friða hafnargarðinn og taldi hann vanhæfan vegna athugasemda sem hann hafði látið falla.


Tengdar fréttir

Ráðherra víki í friðlýsingardeilu

"Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×