Drap konur án þess að fatta það Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. október 2015 13:00 Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun