Kjaraviðræðurnar ganga hægt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2015 12:20 Formenn LL, SLFÍ og SFR sitja á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín. Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín.
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira