Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 19:34 Hao og Thuy á heimili þeirra VÍSIR/VILHELM Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði