Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 19:34 Hao og Thuy á heimili þeirra VÍSIR/VILHELM Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00